UEFA krefst þess að áhorfendur verði leyfðir

Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA. AFP

UEFA hefur sett fram skýlausa kröfu til allra 12 landanna sem munu halda EM 2020 í knattspyrnu í sumar um að leyfa áhorfendur á öllum leikjum mótsins.

„Það eru nokkrar mismunandi sviðsmyndir, en möguleikinn á að spila leiki á EM án áhorfenda er ekki lengur til staðar. Allar hýsingarborgir verða að ábyrgjast að áhorfendur verði leyfðir á leikina sem fara þar fram,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA, í samtali við Sky Sports í dag.

Hve margir áhorfendur koma til með að geta farið á hvern leik mun fara eftir sóttvarnarreglum hvers lands, en nú er það ljóst að UEFA muni halda uppi kröfu um tiltekinn lágmarksfjölda áhorfenda, ellegar eigi tiltekin lönd og leikvangar í þeim löndum á hættu á að missa leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert