Yannick Bolasie, vængmaður enska knattspyrnuliðsins Middlesbrough, þar sem hann er á láni frá Everton, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum á dögunum. Lögregla í Skotlandi er búið að handtaka 22 ára gamlan karlmann vegna málsins og búið að gefa út ákæru á hendur honum.
Bolasie lét sjálfur vita af því í síðustu viku að hann hafi verið kallaður n-orðinu í athugasemd við færslu hans á samfélagsmiðlum. Þá skrifaði hann á Twitter-aðgang sínum:
„Það er eitthvað mikið að fólki. Lyklaborðsstríðsmenn. Ég á enn eftir að hitta manneskju sem er með þessa orku þegar hún hittir mig í eigin persónu.“
Lögreglan í Skotlandi brást snögglega við og hefur sem áður segir þegar haft hendur í hári mannsins sem skrifaði athugasemdina. Mun maðurinn mæta fyrir rétt í skoska bænum Kirkcaldy í dag.
Forsvarsmenn bæði Middlesbrough og Everton hafa fordæmt skrif mannsins. Instagram hefur þá meinað manninum að senda skilaboð, að minnsta kosti tímabundið á meðan rannsókn stendur yfir, og mun banna aðganginn alfarið ef hann gerist sekur um fleiri brot.