Íslendingaliðið CSKA frá Moskvu mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Zenit Pétursborg í toppslag rússnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Zenit fór heim með mikilvægan 3:2 sigur frá höfuðborginni og náði fyrir vikið sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Zenit er með 48 stig, Spartak Moskva 41 og CSKA 40 stig en þriðja Moskvuliðið, Lokomotiv, er með 37 stig í fjórða sætinu.
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í stöðu miðvarðar hjá CSKA en Arnór Sigurðsson var á varamannabekknum og kom ekki við sögu að þessu sinni.