Stórleikir fram undan í Meistaradeildinni

Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verða í pottinum á föstudaginn.
Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verða í pottinum á föstudaginn. AFP

Bayern München og Chelsea tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Evrópumeistarar Bayern München slóu Lazio örugglega úr leik á meðan Chelsea vann þægilegan sigur gegn Atlético Madrid.

Á föstudaginn verður dregið í átta liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss en ólíkt sextán liða úrslitum keppninnar geta lið frá sama landi mæst í átta liða úrslitunum.

Þrjú lið frá Englandi verða í pottinum, tvö frá Þýskalandi, eitt frá Frakklandi, eitt frá Portúgal og eitt frá Spáni.

Chelsea, Liverpool og Manchester City eru fulltrúar Englands á meðan Bayern München og Borussia Dortmund eru fulltrúar Þýskalands.

Þá verða PSG, Porto og Real Madrid einnig í pottinum á föstudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert