Knattspyrnumaðurinn Kemar Roofe, fyrrverandi leikmaður Víkings, fékk beint rautt spjald fyrir hrottalegt brot í viðureign Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni í kvöld. Rétt er að vara viðkvæma við ljósmyndinni af meiðslunum vegna brotsins neðar í fréttinni.
Enski framherjinn kom inn á sem varamaður á 55. mínútu en entist ekki á vellinum í nema sex mínútur þegar hann sparkaði glannalega í hausinn á markverði gestanna, Ondrej Kolar, en sá þurfti að yfirgefa völlinn alblóðugur í kjölfarið. Rangers tapaði leiknum 2:0 og er úr leik í keppninni.
Roofe lék þrjá leiki með Víkingi Reykjavík árið 2011 að láni frá West Bromwich Albion. Lék Roofe tvo leiki í efstu deild og einn í bikar. Kom eina markið hér á landi gegn KV í 2:0-sigri Víkings á gervigrasinu í Vesturbænum.
Tvö rauð spjöld á Ibrox og Rangers úr leik
Rangers forward Kemar Roofe was sent off for this challenge on Slavia Prague goalkeeper Ondrej Kolar, who had to be stretchered off the field. pic.twitter.com/4d77e1vN3z
— ESPN FC (@ESPNFC) March 18, 2021