Hrottalegt brot fyrrverandi leikmanns Víkings

Hér má sjá brotið glannalega í leiknum í kvöld.
Hér má sjá brotið glannalega í leiknum í kvöld. AFP

Knattspyrnumaðurinn Kem­ar Roofe, fyrr­ver­andi leikmaður Vík­ings, fékk beint rautt spjald fyrir hrottalegt brot í viðureign Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni í kvöld. Rétt er að vara viðkvæma við ljósmyndinni af meiðslunum vegna brotsins neðar í fréttinni.

Enski framherjinn kom inn á sem varamaður á 55. mín­útu en entist ekki á vellinum í nema sex mínútur þegar hann sparkaði glannalega í hausinn á markverði gestanna, Ondrej Kolar, en sá þurfti að yfirgefa völlinn alblóðugur í kjölfarið. Rangers tapaði leiknum 2:0 og er úr leik í keppninni.

Roofe lék þrjá leiki með Vík­ingi Reykja­vík árið 2011 að láni frá West Bromwich Al­bi­on. Lék Roofe tvo leiki í efstu deild og einn í bik­ar. Kom eina markið hér á landi gegn KV í 2:0-sigri Vík­ings á gervi­gras­inu í Vest­ur­bæn­um. 

Tvö rauð spjöld á Ibrox og Ran­gers úr leik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert