„Það hjálpar að eiga leikmann í heimsklassa eins og Paul Pogba, innkoma hans skipti sköpum í kvöld,“ sagði Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, eftir 1:0-sigur á AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á San Siro-vellinum í Mílanó í kvöld.
United er þar með komið í fjórðungsúrslit keppninnar þökk sé sigurmarki Pogba sem skoraði örfáum mínútum eftir að hann kom inn á og í sínum fyrsta leik eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. „Við þurfum að geta spilað betur en þetta, en það er gott að vera kominn áfram og jákvætt að leikmenn eru að snúa til baka eftir meiðsli,“ bætti Shaw við í viðtali við BT Sport strax að leik loknum.