Liverpool líklegra en Real Madrid

Robert Lewandowski fagnar marki sínu gegn Lazio í síðari leik …
Robert Lewandowski fagnar marki sínu gegn Lazio í síðari leik liðanna í Þýskalandi í gær. AFP

Bayern München er það lið sem þykir líklegast til þess að verða Evrópumeistari í vor samkvæmt veðbönkum á Englandi.

Bæjarar fóru örugglega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan 6:1-sigur gegn Lazio í sextán liða úrslitum keppninnar.

Þá eiga Þjóðverjarnir titil að verja í keppninni eftir 1:0-sigur gegn PSG í úrslitaleik í Lissabon í Portgúgal síðasta sumar.

Manchester City er talið næst líklegast til þess að vinna keppnina og PSG kemur þar á eftir.

Þá er Chelsea fjórða líklegasta liðið til þess að vinna og Liverpool er í fimmta sætinu.

Þar á eftir koma Real Madrid, Borussia Dortmund og Porto en dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert