Zlatan á varamannabekknum

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic er á varamannabekk AC Milan sem tekur á móti Manchester United í síðari leik liðanna í sex­tán liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar UEFA í Mílanó klukkan 20 í kvöld.

Zlat­an missti af fyrri leikn­um í Manchester í síðustu viku vegna meiðsla en Sví­inn, sem er 39 ára gam­all, lék síðast með AC Mil­an í lok fe­brú­ar. Hann var leikmaður United frá 2016 til 2018, skoraði 17 mörk í 33 úrvalsdeildarleikjum.

Sænski fram­herj­inn hef­ur skorað fjór­tán mörk í þrett­án byrj­un­arliðsleikj­um í ít­ölsku A-deild­inni í vetur. Fyrri leik liðanna á Old Trafford lauk með 1:1-jafn­tefli þar sem Amad Diallo kom United yfir í upp­hafi síðari hálfleiks en Simon Kjær jafnaði met­in fyr­ir AC Mil­an með skalla­marki í upp­bót­ar­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert