Glódís skoraði í stórsigri

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskona í knattspyrnu skoraði eitt marka Rosengård í stórsigri liðsins í sænsku bikarkeppninni í kvöld.

Rosengård sótti Alingsås heim og vann leikinn 7:0. Landsliðsfyrirliðinn sænski Caroline Seger skoraði strax á 2. mínútu en Glódís gerði fimmta markið á 65. mínútu.

Leikurinn er liður í riðlakeppni sextán liða úrslitanna í bikarkeppninni en Rosengård hefur unnið tvo fyrstu leiki sína. Ljóst er að viðureign Íslendingaliðanna Rosengård og Kristianstad um næstu helgi verður úrslitaleikur riðilsins þar sem sæti í undanúrslitum bikarsins verður í húfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert