Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Liverpool mætir Real Madríd og Bayern München mætir París Saint-Germain.
Þá mun Manchester City mæta Borussia Dortmund og Chelsea mætir Porto.
Drátturinn í átta liða úrslitin:
Man City - Borussia Dortmund
Porto - Chelsea
Bayern München - PSG
Real Madríd - Liverpool
Liðin sem eru nefnd fyrst byrja á heimavelli og fara fyrri leikirnir fram 6. - 7. apríl og síðari leikirnir 13. - 14. apríl.
Drátturinn í undanúrslitin fór fram á sama tíma og lítur svona út:
Bayern München - PSG/Man City - Borussia Dortmund
Real Madríd - Liverpool/Porto - Chelsea
Það sama gildir um undanúrslitin, þeir sigurvegarar úr viðureignunum í átta liða úrslitum sem eru nefndir fyrst byrja á heimavelli. Fara fyrri leikirnir í undanúrslitunum fram 27. - 28. apríl og þeir síðari 4. - 5. maí.
Úrslitaleikurinn fer svo fram á Atatürk-ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi 29. maí.