Löw valdi ekki gömlu kempurnar

Toni Kroos er reyndasti leikmaður þýska landsliðsins.
Toni Kroos er reyndasti leikmaður þýska landsliðsins. AFP

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag 26 manna hóp fyrir leikina þrjá í undankeppni heimsmeistaramótsins en sá fyrsti er gegn Íslandi í Duisburg næsta fimmtudag, 25. mars.

Þjóðverjar mæta einnig Rúmeníu og Norður-Makedóníu dagana 28. og 31. mars.

Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, er reyndastur í hópnum með 101 landsleik og markvörðurinn Manuel Neuer frá Bayern München er næstur með 96 leiki. Á eftir þeim kemur Joshua Kimmich, leikmaður Bayern München, með 50 landsleiki.

Ekkert varð af því að Löw veldi á ný þá Thomas Müller, Mats Hummels og Jeróme Boateng en þeir höfðu allir verið orðaðir við endurkomu í landsliðið fyrir þessa leliki.

Hinn 18 ára gamli Jamal Musiala frá Bayern München og hinn 17 ára gamli Florian Wirtz frá Leverkusen eru nýliðar í hópnum.

Markverðir:
Bernd Leno, Arsenal
Manuel Neuer, Bayern München
Marc-André ter Stegen, Barcelona
Kevin Trapp, Eintracht Frankfurt

Varnarmenn:
Emre Can, Dortmund
Matthias Ginter, Mönchengladbach
Robin Gosens, Atalanta
Marcel Halstenberg, RB Leipzig
Lukas Klostermann, RB Leipzig
Philipp Max, PSV Eindhoven
Antonio Rüdiger, Chelsea
Niklas Süle, Bayern München
Jonathan Tah, Leverkusen

Miðjumenn:
Serge Gnabry, Bayern München
Leon Goretzka, Bayern München
Ilkay Gündogan, Manchester City
Kai Havertz, Chelsea
Jonas Hofmann, Mönchengladbach
Joshua Kimmich, Bayern München
Toni Kroos, Real Madrid

Sóknarmenn:
Jamal Musiala, Bayern München
Florian Neuhaus, Mönchengladbach
Leroy Sané, Bayern München
Timo Werner, Chelsea
Florian Wirz, Leverkusen
Amin Younes, Eintracht Frankfurt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert