Axel Óskar Andrésson og hans nýja félag, Riga, fer vel af stað á knattspyrnutímabilinu í Lettlandi en liðið lék sinn annan leik í dag.
Eftir 3:0 útisigur á Ventspils í fyrstu umferðinni þar sem Axel skoraði fyrsta markið vann liðið 2:0 útisigur á Liepaja í dag. Riga er þar með efst og með markatöluna 5:0. Axel lék allan leikinn í hjarta varnarinnar eins og í fyrsta leiknum og hefur því tekið drjúgan þátt í því að halda markinu hreinu fyrstu 180 mínútur tímabilsins.
Axel kom til liðs við Riga fyrir skömmu frá Viking í Noregi.