Í gær voru félagaskipti Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til sænska úrvalsdeildarliðsins Örebro staðfest. Hún er aðeins 17 ára en á samt 55 deildaleiki í meistaraflokki að baki! Þar af eru 30 í efstu deild með Fylki. Ljóst er að um gífurlegt efni er að ræða.
Cecilía Rán er þó ekki einsdæmi hvað þetta varðar. Ísland hefur nefnilega á að skipa gríðarlegum fjölda efnilegra knattspyrnukvenna og sumar þeirra eru raunar nú þegar orðnar það góðar að þær geta ekki talist efnilegar lengur.
Til vitnis um það er hversu margar þeirra hafa á undanförnum mánuðum fengið félagaskipti í lið sem spila í mörgum af allra sterkustu deildum Evrópu.
Í úrvalsdeildinni í Svíþjóð spila nú 10 íslenskar knattspyrnukonur.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag