Landsliðsmaðurinn skoraði sláin inn (myndskeið)

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Darmstadt í Þýskalandi, skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu í þýsku B-deildinni í dag er hann kom liði sínu í 1:0 gegn Eintracht Braunschweig á útivelli. 

Victor kláraði glæsilega í slána og inn eftir undirbúning hjá Erich Berko. Skömmu síðar fékk íslenski landsliðsmaðurinn dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Marcel Schuhen varði spyrnuna, en skömmu áður hafði Nick Proschwitz skorað úr annarri vítaspyrnu. 

Mark Guðlaugs Victors má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert