Real saxar á forskotið

Karim Benzema fagnar gegn Celta Vigo í dag, sá átti …
Karim Benzema fagnar gegn Celta Vigo í dag, sá átti stórleik. AFP

Real Madríd færist nær nágrönnum sínum og toppliði Atlético Madríd í spænsku efstu deildinni í knattspyrnu en liðið vann 3:1-útisigur á Celta Vigo rétt í þessu.

Franski framherjinn Karim Benzema sá til þess að gestirnir kæmust í tveggja marka forystu er hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, á 20. og 30. mínútu. Santi Mina minnkaði muninn fyrir heimamenn skömmu fyrir hlé og var leikurinn nokkuð jafn eftir það.

Celta Vigo fékk ágætis færi til að kreista fram jafntefli en að lokum skoraði Marco Asensio í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Benzema til að innsigla stiginn. Real er nú með 60 stig í öðru sætinu, þremur á eftir toppliðinu sem á þó leik til góða, mætir Alaves á morgun. Real hefur nú unnið tvo í röð en Atlético missteig sig um síðustu helgi, gerði markalaust jafntefli gegn Getafe. Barcelona er í þriðja sæti með 59 stig og á einnig leik til góða á Real.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert