Guðlaugur Victor Pálsson var áberandi í liði Darmstadt er liðið heimsótti Eintracht Braunschweig í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Victor kom Darmstadt yfir á 13. mínútu en Nick Proschwitz jafnaði úr víti fjórum mínútum síðar.
Proschwitz fékk síðan annað tækifæri á vítapunktinum á 25. mínútu er dæmt var á Victor í teignum. Marcel Shuhen kom íslenska landsliðsmanninum til bjargar og varði vítið.
Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og skiptu liðin því með sér stigunum. Darmstadt er í 11. sæti deildarinnar með 32 stig.