Hverfandi líkur eru á því að Juventus takist að verja ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu þetta tímabilið, en liðið hefur unnið hann í síðustu níu skipti. Í dag laut liðið í lægra haldi á heimavelli gegn Benevento.
Sigurmark leiksins skoraði Adolfo Gaich fyrir Benevento á 69. mínútu og voru lokatölur 1:0. Sigurinn var kærkominn fyrir liðið þar sem það er nú sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Juventus, sem stillti upp öllum sínum helstu stjörnum í leiknum í dag, er áfram í þriðja sæti deildarinnar og er nú 10 stigum á eftir meistaraefnunum í Inter Mílanó.