Kostulegt sjálfsmark í skosku C-deildinni (myndskeið)

Strathclyde Homes-völlurinn í Dumbarton.
Strathclyde Homes-völlurinn í Dumbarton. James T M Towill

Leikmenn Dumbarton vilja eflaust gleyma leik sínum gegn Forfar Athletic í skosku C-deildinni í gær. Þá sérstaklega markvörðurinn Sam Ramsbottom.

Í stöðunni 0:0 ætlaði Ramsbottom að þruma boltanum fram völlinn. Það fór ekki betur en svo að spyrna hans fór rakleitt í bak Ryan McGeever, samherja hans hjá Dumbarton. Þaðan barst boltinn í þeirra eigið net og Forfar komið 1:0 yfir á Strathclyde Homes-vellinum í Dumbarton.

Það reyndust lokatölur og sjálfsmark McGeever því sigurmark leiksins.

Myndskeið af þessu kostulega sjálfsmarki má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert