Leikmenn Dumbarton vilja eflaust gleyma leik sínum gegn Forfar Athletic í skosku C-deildinni í gær. Þá sérstaklega markvörðurinn Sam Ramsbottom.
Í stöðunni 0:0 ætlaði Ramsbottom að þruma boltanum fram völlinn. Það fór ekki betur en svo að spyrna hans fór rakleitt í bak Ryan McGeever, samherja hans hjá Dumbarton. Þaðan barst boltinn í þeirra eigið net og Forfar komið 1:0 yfir á Strathclyde Homes-vellinum í Dumbarton.
Það reyndust lokatölur og sjálfsmark McGeever því sigurmark leiksins.
Myndskeið af þessu kostulega sjálfsmarki má sjá hér:
Dumbarton just conceded this goal to Forfar. 😂😂😂
— Mozza | Derek 🏴 (@MozzaPlays) March 20, 2021
Welcome back L1 & L2! #ScottishFootballpic.twitter.com/yDe5Cw6eEN