Mikilvægur sigur í toppbaráttunni

Albert Guðmundsson í leik með PSV.
Albert Guðmundsson í leik með PSV. AFP

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar unnu 2:0-sigur á PSV Eindhoven er liðin í öðru og þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu mættust í dag.

Með sigrinum tókst AZ að jafna við PSV að stigum, bæði lið eru nú með 55 stig eftir 27 umferðir, átta stigum á eftir toppliði Ajax sem á þar að auki tvo leiki til góða. Það skiptir hins vegar máli hvort liðið endar í öðru eða þriðja sæti. Annað sætið gefur þáttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en þriðja sætið gefur keppnisrétt í Evrópudeildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði AZ og spilaði fyrstu 66. mínúturnar en var þá tekinn af velli, í stöðunni 1:0. Albert hefur spilað 19 deildarleiki á tímabilinu og skorað í þeim fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert