Harry Wilson kom Wales yfir á 10. mínútu þegar liðið heimsótti Belga í E-riðli undankeppni HM í knattspyrnu í Heverlee í Belgíu í kvöld.
Forysta Wales entist ekki lengi því Kevin De Bruyne jafnaði metin fyrir Belga tólf mínútum síðar.
Thorgan Hazard og Romelu Lukaku skoruðu sitt markið hvor fyrir Belga og lokatölur því 3:1 í Heverlee í kvöld.
Þá skoraði Thomas Soucek þrennu í 6:2-sigri Tékka gegn Eistlandi í Lublin í Póllandi.
Patrik Schick, Antonin Barak og Jakub Jankto skoruðu sitt markið hver fyrir Tékka en Rauno Sappinen og Henri Anier skoruðu mörk Eista.
Tékkar og Belgar eru með þrjú stig í efstu sætum riðilsins en Hvít-Rússar, Wales og Eistar eru án stiga.