Hringir reglulega í Haaland

Erling Braut Haaland er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.
Erling Braut Haaland er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hringir reglulega í Erling Braut Haaland, framherja þýska 1. deildarliðsins Borussia Dortmund.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Solskjær reyndi að fá Haaland til liðs við United í janúar á síðasta ári og hefur miklar mætur á leikmanninum.

Framherjinn, sem tvítugur, ákvað hins vegar að ganga til liðs við Dortmund þar sem hann hefur skorað 32 mörk í 31 leik í öllum keppnum með Dortmund á tímabilinu.

Haaland kostar í kringum 100 milljónir punda en hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Dortmund í sumar.

Þá er hann með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa þýska félagið fyrir 68 milljónir punda, sumarið 2022, en hann hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert