Cristiano Ronaldo, sóknarmaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, er ekki á förum frá ítalska félaginu.
Þetta staðfesti Pavel Nedved, varaforseti félagsins, í samtali við BBC í dag.
Ronaldo hfeur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu eftir dapurt gengi Juventus á tímabilinu.
„Ronaldo er samningsbundinn Juventus til sumarsins 2022,“ sagði Nedved í samtali við BBC.
„Það er alveg klárt að hann fer ekki fet,“ bætti Nedved við.
Þá var Nedved einnig spurður út í stöðu stjórans Andrea Pirlo hjá félaginu en hann þykir valtur í sessi þessa dagana.
„Pirlo er og verður áfram stjóri Juventus, það er 100% öruggt,“ sagði Nedved.
„Við vissum það þegar hann tók við að við gætum lentum í erfiðleikum til þess að breyta ákveðnum hlutum hjá félaginu og þetta var viðbúið,“ sagði Nedved ennfremur.