Vonbrigði hjá Frökkum

Antoine Griezmann fagnar marki sínu í París í kvöld.
Antoine Griezmann fagnar marki sínu í París í kvöld. AFP

Heimsmeistarar Frakka í knattspyrnu byrja undankeppni HM á jafntefli en liðið fékk Úkraínu í heimsókn í D-riðli undankeppninnar á Stade de France í París í kvöld.

Antoine Griezmann kom Frökkum yfir á 19. mínútu en Presnel Kimpembe varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 57. mínútu og lokatölur því 1:1.

Þá Miralem Pjanic tvívegis fyrir Bosníu þegar liðið heimsótti Finnland í Helsinki en Bosnía komst í 2:0 í leiknum.

Teemu Pukki bætti hins vegar við tveimur mörkum fyrir Finna í síðari hálfleik og lokatölur 2:2 í Helsinki.

Bosnía, Finnland, Úkraína og Frakkland eru öll með eitt stig en Kasakstan er án stiga í neðsta sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert