Endalausir möguleikar í kvennaíþróttum

Megan Rapinoe ræddi jafnréttii kynjanna fyrir þingnefnd Bandaríkjanna á dögunum.
Megan Rapinoe ræddi jafnréttii kynjanna fyrir þingnefnd Bandaríkjanna á dögunum. AFP

Knattspyrnukonan Megan Rapinoe segir að án alvöru fjárfestingu í kvennaíþróttum muni heimsbyggðin aldrei vita hversu langt kvenfólk í íþróttum geti virkilega náð.

Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi þingnefndar Bandaríkjanna um jafnrétti kynjanna og jafnrétti í launamálum. 

Rapinoe, sem er 35 ára gömul, er ein þekktasta íþróttakona Bandaríkjanna en hún hefur tvígegis orðið heimsmeistari með Bandaríkjunum og einu sinni Ólympíumeistari.

„Möguleikarnir eru endalausir en án alvöru fjárfestingu kvennaíþróttum munum við aldrei vita hversu langt við getum náð,“ sagði Rapinoe.

„Það eina sem við vitum er að kvennaíþróttir hafa náð ótrúlega langt þrátt fyrir þá mismunun sem ríkir innan íþróttahreyfingarinnar enda er það vitað að konur standa ekki jafnfætis karlmönnum þegar kemur að fjárfestingum í íþróttum.

Kvennalið Bandaríkjanna er fjórdaldur heimsmeistari og fjórum sinnum hefur liðið fagnað sigri á Ólympíuleikunum. 

Við höfum sett met í fjölda áhorfenda, fyllt leikvanga og treyjur landsliðsins hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta fáum við minna borgað en karlarnir í öllu sem snýr að leiknum, hvort sem það eru sigrar, titlar eða jafntefli.

Við þurfum ekki bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu strax í dag. Núna. Það eina sem þarf er vilji til breytinga,“ bætti Rapinoe við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert