Færeyingar kræktu í stig

Gunnar Nielsen varði mark Færeyja.
Gunnar Nielsen varði mark Færeyja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meinhard Olsen skoraði jöfnunarmark Færeyja þegar liðið heimsótti Moldóvu í F-riðli undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í Chisinau í kvöld.

Olsen jafnaði metin fyrir Færeyjar á 83. mínútu eftir að Ion Nicolaescu hafði komið Moldóvu yfir á 9. mínútu en leiknum lauk með 1:1-jafntefli.

Þá skoraði Sasa Kalajdzic tvívegis fyrir Austurríki þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Skotlandi í Glasgow.

Danmörk er í efsta sæti riðilsins með 3 stig, Austurríki, Skotland, Færeyjar og Moldóva eru öll með 1 stig og Ísrael er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert