Ítalir byrja vel

Ciro Immobile fagnar marki sínu gegn Norður-Írum.
Ciro Immobile fagnar marki sínu gegn Norður-Írum. AFP

Ítalía fer vel af stað í C-riðli undankeppni HM 2022 í knattspyrnu en liðið vann þægilegan 2:0-sigur gegn Norður-Írlandi í Parma í kvöld.

Domenico Berardi og Ciro Immobile skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik í 2:0-sigri ítalska liðsins.

Sviss og Ítalía eru með 3 stig í efstu sætum riðilsins en Litháen, Búlgaría og Norður-Írlandi eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert