Óvænt úrslit hjá Frökkum og Dönum

Anders Dreyer fagnar sigurmarki sínu ásamt Jacobi Bruun Larsen í …
Anders Dreyer fagnar sigurmarki sínu ásamt Jacobi Bruun Larsen í Ungverjalandi. AFP

Anders Dreyer skoraði sigurmark Danmerkur þegar liðið mætti Frakklandi í C-riðli lokakeppni EM U21-árs landsliða karla í knattspyrnu í Györ í Ungverjalandi í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Dana en mark Dreyer kom á 75. mínútu.

Næsti leikur Dana er gegn Íslandi hinn 28. mars í Györ en Danir og Rússar eru með 3 stig í efstu sætum riðilsins á meðan Frakkland og Ísland eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert