Stórsigur hjá Englendingum

Dominic Calvert-Lewin fór mikinn fyrir enska landsliðið í kvöld.
Dominic Calvert-Lewin fór mikinn fyrir enska landsliðið í kvöld. AFP

Dominic Calvert-Lewin skoraði tvívegis fyrir England þegar liðið tók á móti San Marínó í J-riðli undankeppni HM 2022 á Wembley í London í kvöld.

Sigur enska liðsins var aldrei í hættu en leiknum lauk með 5:0-sigri Englendinga sem leiddu með tveimur mörkum eftir tuttugu mínútna leik.

James Ward-Prowse kom Englandi yfir á 14. mínútu og Calvert-Lewin bætti við öðru marki sex mínútum síðar.

Raheem Sterling skoraði þriðja markið á 31. mínútu og Calvert-Lewin kom Englandi í 4:0 á 53. mínútu áður en Ollie Watkins bætti við fimmta markinu á 83. mínútu.

Þá gerðu Ungverjaland og Pólland 3:3-jafntefli í Búddapest og Albanía vann 1:0-útisigur gegn Andorra í Andorra.

England er í efsta sæti riðilsins með 3 stig líkt og Albanía, Pólland og Ungverjaland eru með 1 stig og Andorra og San Marínó eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert