Belgar líklegastir á Evrópumótinu

Belgía hefur farið illa með Ísland á undanförnum árum.
Belgía hefur farið illa með Ísland á undanförnum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgía er líklegust til að standa uppi sem sigurvegari á  EM karla í fótbolta í sumar að mati blaðamanna breska dagblaðsins Guardian.

Belgía hefur síðustu ár verið með eitt allra besta karlalandslið heims en liðið varð í þriðja sæti á HM í Rússlandi 2018. Belgía hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 19 í öllum keppnum.

Þýskaland, sem vann öruggan 3:0-sigur á Íslandi í undankeppni HM í gærkvöldi, er í öðru sæti, England í þriðja sæti og Portúgal í fjórða sæti. Heimsmeistarar Frakka eru í fimmta sæti og Spánn í því sjötta.

Listinn í heild sinni: 

  1. Belgía
  2. Þýskaland
  3. England
  4. Portúgal
  5. Frakkland
  6. Spánn
  7. Tyrkland
  8. Ítalía
  9. Danmörk
  10. Sviss
  11. Tékkland
  12. Svíþjóð
  13. Pólland
  14. Austurríki
  15. Wales
  16. Úkraína
  17. Króatía
  18. Holland
  19. Rússland
  20. Skotland
  21. Ungverjaland
  22. Finnland
  23. Slóvakía
  24. Norður-Makedónía
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert