Belgía er líklegust til að standa uppi sem sigurvegari á EM karla í fótbolta í sumar að mati blaðamanna breska dagblaðsins Guardian.
Belgía hefur síðustu ár verið með eitt allra besta karlalandslið heims en liðið varð í þriðja sæti á HM í Rússlandi 2018. Belgía hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 19 í öllum keppnum.
Þýskaland, sem vann öruggan 3:0-sigur á Íslandi í undankeppni HM í gærkvöldi, er í öðru sæti, England í þriðja sæti og Portúgal í fjórða sæti. Heimsmeistarar Frakka eru í fimmta sæti og Spánn í því sjötta.
Listinn í heild sinni: