Ingibjörg Sigurðardóttir fékk ekki leyfi frá félagsliði sínu Vålerenga til þess að taka þátt í verkefnum íslenska kvennalandsliðsins í landsleikjaglugganum í apríl.
Þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í dag.
Ísland mætir Ítalíu í vináttuleik hinn 13. apríl á Ítalíu og öðrum óþekktum mótherja hinn 10. apríl en leikstaður fyrir báða leiki hefur ekki verið ákveðinn.
„Ingibjörg gat því miður ekki tekið þátt í þessu verkefni með okkur,“ sagði Þorsteinn.
„Hennar félagslið gaf ekki leyfi þar sem strangar sóttvarnareglur eru í gildi í Noregi vegna kórónuveirufaraldursins,“ bætti Þorsteinn við.
Ingibjörg á að baki 35 A-landsleiki og hefur verið fastakona í íslenska hópnum undanfarin ár.