Hættur á samfélagsmiðlum í mótmælaskyni

Thierry Henry var síðast knattspyrnustjóri Montreal Impact í Kanada.
Thierry Henry var síðast knattspyrnustjóri Montreal Impact í Kanada. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Thierry Henry birti í dag færslu á Twitter þar sem hann greinir frá því að hann muni hætta á samfélagsmiðlum frá og með morgundeginum í mótmælaskyni.

Henry er búinn að fá sig fullsaddann á kynþáttaníði, einelti og öðru áreiti á samfélagsmiðlum. Henry vill að forráðamenn samfélagsmiðla taki jafn hart á kynþáttaníði og tekið er á brotum á höfundaréttum.

Frakkinn segir of auðvelt fyrir hvern sem er að stofa nafnlausan aðgang með því eina markmiði að vera með kynþáttaníð, einelti og almennt áreiti. Oliver Dowden, íþróttamálaráðherra Bretlands, tók undir með Henry og sagði að stjórnendur samfélagsmiðla þyrftu að taka meiri ábyrgð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert