Miðjumaðurinn Joshua Kimmich var einn besti leikmaður vallarins þegar Þýskaland vann öruggan 3:0-sigur á Íslandi í undankeppni HM í fótbolta í Duisburg í gærkvöld.
Kimmich, sem er miðjumaður Bayern München, átti fleiri heppnaðar sendingar í fyrri hálfleik en allt íslenska liðið til saman.
Þýska liðið var miklu meira með boltann og átti alls 1053 sendingar. Af þeim átti Kimmich 176. Kimmich gaf 91 sendingu í fyrri hálfleik gegn 90 sendingum alls hjá íslenska liðinu. Þá átti hann stóran þátt í öðru marki liðsins.