Dramatískur sigur Rúmena

Rúmenía hafði betur gegn Ungverjalandi.
Rúmenía hafði betur gegn Ungverjalandi. Ljósmynd/UEFA

Rúmenía vann dramatískan 2:1-sigur á Ungverjalandi á EM U21-árs landsliða í fótbolta í dag. Með úrslitunum er ljóst að ungverska liðið er úr leik.  

Ungverjinn Adrián Szoke fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 42. mínútu og lék ungverska liðið því manni færra allan seinni hálfleikinn.

Það virtist ekki ætla að koma að sök því András Csonka kom liðinu yfir á 56. mínútu. Alexandru Mátan jafnaði á 69. mínútu og nafni hans Alexandru Pascanu skoraði sigurmarkið á 87. mínútu og tryggði rúmenska liðinu sigurinn.

Rúmenía er nú á toppi A-riðils með fjögur stig en Ungverjaland er án stiga og úr leik.

Slóvenía og Tékkland skildu jöfn í B-riðli, 1:1. Aljosa Matko kom Slóvenum yfir á 32. mínútu en tékkneska liðið jafnaði á 85. mínútu þegar Nik Prelec skoraði sjálfsmark og þar við sat. Tékkland er í öðru sæti riðilsins með tvö stig en Slóvenía í fjórða og neðsta sæti með eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert