Norðmenn fengu skell – Holland komið á blað

Holland og Tyrkland fögnuðu sigrum í dag.
Holland og Tyrkland fögnuðu sigrum í dag. AFP

Noregur fékk skell er liðið mætti Tyrklandi í undankeppni HM karla í fótbolta í dag. Tyrkneska liðið var með undirtökin allan tímann og vann öruggan 3:0-sigur.

Ozan Tufan kom Tyrklandi yfir strax á 4. mínútu og rúmum 20 mínútum síðar skoraði Caglar Söyuncu annað mark Tyrkja. Tufan bætti við við öðru marki sínu og þriðja marki Tyrkja á 59. mínútu og þar við sat. Kristian Thorstvedt fékk beint rautt spjald hjá Norðmönnum á 80. mínútu.

Í sama riðli komst Holland á blað með 2:0-heimasigri á Lettlandi. Steven Berguis og Luuk de Jong skoruðu mörk hollenska liðsins.

Tyrkland og Svartfjallaland eru efst í riðlinum með sex stig hvort og Noregur og Holland með þrjú. Lettland og Gíbraltar eru án stiga.

Þá vann Króatía nauman 1:0-heimasigur á Kýpur þar Mario Pasalic skoraði sigurmarkið á 40. mínútu. Loks vann Hvíta-Rússland 4:2-heimasigur á Eistlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert