Króatía hafði betur gegn Sviss, 3:2, á EM U21 árs landsliða karla í fótbolta í Slóveníu í kvöld. Með sigrinum galopnaði króatíska liðið D-riðilinn.
Luka Ivanusec, Nikola Moro og Dario Vinzinger komu Króatíu í 3:0 en Sviss neitaði að gefast upp því Kastriot Imeri minnkaði muninn í 3:1 á 79. mínútu og Sandro Kulenovic skoraði sjálfsmark á 89. mínútu og breytti stöðunni í 3:2. Nær komst Sviss hinsvegar ekki.
Portúgal, Króatía og Sviss eru öll með þrjú stig í riðlinum en England er án stiga. England og Portúgal mætast síðar í kvöld.