Hollenski knattspyrnudómarinn Danny Makkelie hefur boðið Portúgala afsökunar eftir frammistöðu sína í leik liðsins gegn Serbíu í Belgrade í A-riðli undankeppni HM 2022 á laugardaginn síðsta.
Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Cristiano Ronaldo skoraði löglegt mark undir lok leiksins sem fékk ekki að standa.
Sóknarmaðurinn kom þá boltanum mjög greinilega yfir marklínuna en dómararnir sáu ekki atvikið og ákváðu því að dæma ekki mark.
„Það eina sem ég get sagt er að ég bið þjálfara portúgalska liðsins Fernando Santos og leikmennina afsökunar á því sem gerðist,“ sagði Makkelie í samtali við A Bola.
„Markmið okkar dómaranna er að gera eins vel og við getum í hverjum einasta leik og það síðasta sem við viljum er að ákvarðnir okkar á vellinum verði að fyrirsögnum,“ bætti Makkelie við.