Bayern í undanúrslit eftir sigur í Íslendingaslag

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ljósmynd/FCBfrauen

Bayern München er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Rosengård í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í dag. Bayern vann fyrri leikinn 3:0 og einvígið því samanlagt 4:0.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengård á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður á 57. mínútu hjá Bayern, sem er í toppsæti þýsku 1. deildarinnar.

Barcelona og Chelsea hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum, en frönsku liðin Lyon og PSG mætast 18. apríl næstkomandi í síðasta leik átta liða úrslitanna. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Lyon unnu fyrri leikinn á útivelli, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert