Eyjakonan valin í landslið Kanada

Cloé Eyja Lacasse í baráttunni með ÍBV.
Cloé Eyja Lacasse í baráttunni með ÍBV. mbl.is/Arnþór Birkisson

Cloé Eyja Lacasse hefur verið valin í knattspyrnulandslið Kanada í fyrsta skipti. Er hún í hópnum sem mætir Englandi og Wales síðar í mánuðinum. Leikirnir eru liðir í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Cloé, sem er 27 ára og með íslenskan ríkisborgararétt, hefur sótt eftir því að leika með íslenska landsliðinu undanfarið en án árangurs. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var einn besti leikmaður Íslandsmótsins.

Síðan þá hefur hún leikið afar vel með SL Benfica í Portúgal og er nú verðlaunuð með sæti í landsliðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka