Í undanúrslit eftir framlengingu

Jón Guðni Fjóluson er kominn í undanúrslit.
Jón Guðni Fjóluson er kominn í undanúrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hammarby er komið í undanúrslit sænska bikarsins í fótbolta eftir 3:2-heimasigur á Trelleborg í átta liða úrslitunum í dag í framlengdum leik.

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby og lék fyrstu 64 mínúturnar, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1.

Hammarby mætir Djurgården í undanúrslitum og sigurliðið úr þeim leik mætir Häcken í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert