Íhuga að leyfa stækkun á landsliðshópum

Fá Þýskaland og Norður-Makedónía að velja fleiri leikmenn í hópa …
Fá Þýskaland og Norður-Makedónía að velja fleiri leikmenn í hópa sína í sumar? AFP

Nefndarmenn evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, íhuga nú að stækka leyfilega landsliðshópa fyrir lokakeppni EM í knattspyrnu karla í sumar.

Málið var rætt á fundi nefndarinnar í gær þar sem staðfest var að fimm skiptingar yrðu áfram leyfðar í keppnum á vegum sambandsins.

Enginn ákvörðun hefur þó verið tekin enn í tengslum við stækkun á landsliðshópum og ekki er ljóst hvort hún myndi fela í sér að leikmennirnir sem bætast við hann yrðu hluti af aðalhópnum eða yrðu á biðlista og ekki með aðalhópnum.

Þetta hefur verið rætt innan sambandsins vegna þess að fjöldi landsliðsþjálfara hefur áhyggjur af fjölgun kórónuveirusmita í Evrópu. Ef leikmaður greinist smitaður er ekkert svigrúm til að fresta leikjum á EM og því þyki þeim vit í því að hafa stærri hópa til taks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert