Knattspyrnumaðurinn Daley Blind verður ekki með Hollandi á EM í sumar eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik Hollands og Gíbraltar í undankeppni HM 2022.
Blind meiddist illa á ökkla og verður frá í um þrjá mánuði. Hollendingar leika á heimavelli í sínum riðli á lokamóti EM og missir hann því af stórmóti á heimavelli.
Blind hefur leikið 76 landsleiki með Hollandi, en hann er nú leikmaður Ajax eftir fjögur ár hjá Manchester United þar á undan.