Ræða við Barcelona og Real Madrid

Erling Braut Haaland er eftirsóttur.
Erling Braut Haaland er eftirsóttur. AFP

Umboðsmaðurinn Mino Raiola og Alf Inge Haaland, faðir Erlings Braut Haaland, eins besta framherja heims um þessar mundir, eru lentir í Katalóníu til að ræða við Joan Laporta, forseta spænska knattspyrnufélagsins Barcelona.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá á Twitter. Hann greinir frá að einnig rætt verði við forráðamenn Real Madrid. „Mino Raiola mun funda með Barcelona og Real Madrid. Þeir ætla að ræða við fimm stór félög og svo ákveða framtíðina,“ skrifaði Romano m.a.

Haaland er samningsbundinn Dortmund til ársins 2024 en klásúla í samningi hans gerir öðrum félögum kleift að kaupa hann á 75 milljónir evra sumarið 2022. Norðmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Dortmund og skorað 48 mörk í 48 leikjum með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert