Ari kvaddur með eftirminnilegu myndskeiði

Ari Freyr Skúlason er á leið til Svíþjóðar.
Ari Freyr Skúlason er á leið til Svíþjóðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíska knattspyrnufélagið Oostende kveður Ara Frey Skúlason með tveimur ólíkum myndskeiðum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn er á förum frá Belgíu þar sem hann hefur samið við Norrköping í Svíþjóð eins og áður hefur komið fram.

Oostende birti í dag kveðju frá Ara til stuðingsmanna félagsins en bætti síðan við atviki úr leik liðsins og sagði ómögulegt að kveðja án þess að sýna þetta einu sinni enn. Liðsfélagi hans myndi aldrei gleyma því sem gerðist!

Hér fyrir neðan eru myndskeiðin tvö, fyrst kveðja Ara sem sýnir gott vald hans á flæmskunni og síðan atvikið umrædda:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert