Þjálfari Alberts fær langan samning að launum

Albert Guðmundsson í leik með AZ gegn Feyenoord í síðasta …
Albert Guðmundsson í leik með AZ gegn Feyenoord í síðasta mánuði. AFP

Hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar hefur gert nýjan samning við aðalþjálfara sinn, Pascal Jansen, en hann tók við stjórn liðsins í desember.

Með Jansen í aðalhlutverki hefur AZ verið á mikilli siglingu. Liðið hóf tímabilið illa, gerði m.a. eintóm jafntefli í fyrstu umferðunum í haust, en er nú komið í þriðja sætið, með jafnmörg stig og PSV sem er í öðru sæti. AZ hefur unnið níu af síðustu tólf leikjum, og þar af sigrað PSV tvívegis. 

Albert Guðmundsson leikur með AZ og hefur verið í byrjunarliðinu í tólf deildaleikjum í röð, eftir að hafa verið á bekknum í sjö leikjum í röð þar á undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert