Inter með átta stiga forskot

Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið.
Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið. AFP

Inter Mílanó náði átta stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta með 1:0-útisigri á Bologna í kvöld.

Belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á 31. mínútu með sínu 20. deildarmarki á leiktíðinni. Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á bekknum hjá Bologna.

Inter Mílanó er með 68 stig í toppsætinu og auk þess með leik til góða á AC Milan sem er í öðru sæti með 60 stig. Atalanta er í þriðja sæti með 58 stig og Juventus í fjórða með 56 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert