Juventus tapaði óvænt stigum

Cristiano Ronaldo var afar svekktur í leikslok.
Cristiano Ronaldo var afar svekktur í leikslok. AFP

Juventus varð að gera sér að góðu eitt stig er liðið heimsótti Torino í grannaslag í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 2:2.

Federico Chiesa kom Juventus yfir á 13. mínútu en 14 mínútum síðar jafnaði Antonio Sanabria.

Hann var svo aftur á ferðinni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks er hann kom Torino í 2:1. Þannig var staðan allt fram að 79. mínútu er Cristiano Ronaldo jafnaði og þar við sat.

Juventus er í fjórða sæti með 56 stig, níu stigum frá toppliði Inter Mílanó sem á leik til góða. Torino er í 17. sæti með 24 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert