Lagði upp mark í stórsigri

Axel Óskar Andrésson er kominn til Lettlands.
Axel Óskar Andrésson er kominn til Lettlands. Ljósmynd/Riga FC

Knatt­spyrnumaður­inn Axel Óskar Andrés­son lagði upp annað mark lettnesku meistaranna í Ríga í 6:1-stórsigri gegn Spartaks Jürmala í úrvalsdeildinni þar í landi í dag.

Axel hefur farið vel af stað í Lettlandi en hann gekk til liðs við félagið í febrúar. Hann lagði upp annað mark liðsins með fyrirgjöf á 28. mínútu en Ríga er nú með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Axel skoraði í fyrstu umferðinni og lék svo allan leikinn í annarri umferð er Ríga hélt marki sínu hreinu. Hann var aftur í byrjunarliðinu í dag og hefur spilað allar 270 mínútur liðsins á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert