Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, er með slitna hásin og þarf að fara í aðgerð vegna þessa. Hann leikur því ekkert meira með CSKA Moskvu á þessari leiktíð.
Hörður, sem leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi, var borinn af velli á 70. mínútu er liðið vann Tambov á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í gær.
Leikurinn í gær var sá fyrsti undir stjórn Króatans knáa Ivica Olic og voru bæði Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu. Arnór lék allan leikinn.