Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni hjá netmiðlinum AD eftir leikina um páskahelgina.
Albert réð úrslitum þegar AZ vann 1:0-útisigur á Willem II, skoraði sigurmarkið, og hefur nú skorað fimm sinnum í deildinni á tímabilinu.
AZ er í þriðja sæti deildarinnar með 58 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Ajax.