Þýska knattspyrnufélagið Hertha Berlin hefur vikið ungverska markvarðaþjálfaranum Zsolt Petry frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við Magyar Nemzet í heimalandinu.
Petry talaði niðrandi til bæði samkynhneigða og útlendinga í viðtalinu. Hann kvaðst lítið skilja Péter Gulásci, markvörð Leipzig og ungverska landliðsins, þar sem Gulásci sagði á dögunum að hann styddi fólk af öllum kynjum og kynhneigð. Þá gagnrýndi Petry innflytjendastefnu Evrópuþjóða.
Petry hefur beðist afsökunar á ummælum sínum, en hann hafði starfað hjá Herthu Berlin frá árinu 2015. Hann lék á sínum tíma 38 landsleiki fyrir Ungverjaland.